Golfarar komnir í nýja búninga

Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla í golfi voru að fá í hús nýja búninga eins og sést á myndinni hér til hliðar. Drengirnir hafa verið önnum kafnir á þessari önn og æft af hörku undir stjórn Davíðs Gunnlaugssonar. Æfingarnar fara fram í Korpu, Básum, Egilshöll og golfvöllunum þar í kring. Einnig hafa strákarnir verið á styrktar- og hlaupaæfingum hjá Davíð.

Að gamni setti Davíð upp í stigamót annarinnar og þar er Dagur Ebenezarson efstur með 9.787,5 stig en Sigurður Erik veitir honum mesta keppnina og er kominn með 9.390 stig. Mikil keppni og mikill metnaður í gangi í golfinu enda strákarnir stöðugt að bæta sig.3442_10201716791953579_454095342_n

Leave a Reply

Your email address will not be published.