Afreksdagurinn 12. maí

Við héldum Afreksdag í síðustu viku. Um var að ræða lokahnykkinn á starfið okkar og síðasta tíma með nemendum þessa önnina. Nemendum var boðið upp á ólíka dagskrá eftir áföngum þar sem áherslan var að hafa gaman saman. Dagurinn fór fram í lotu með félagslegri áherslu og var það því tilvalið að hafa þetta einfalt, hittast og eiga góða stund.

Fyrsta árinu var boðið í Egilshöllina þar sem þau gátu valið um liðkunar- og styrkæfingar í heitum sal með Ölmu sjúkraþjálfara, fara á skauta eða fara í hjólaferð. Að lokum komu allir nemendur saman yfir samlokum og djúsum.

Annað árið fékk val um að fara í golfþrautir í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í frábærri aðstöðu eða að fara í sund í Grafarvogslaug. Að því loknu var boðið upp á létta hressingu með söfum og samlokum.

2. árið okkar með samlokur og djúsa eftir sundsprett.

Þriðja árið fékk svo að fara í heimsókn í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fengu fyrirlestur frá Írisi Mist kennara okkar um hugarfar afreksíþróttafólks og tengdi þar marga áhugaverða þætti saman. HR og Borgarholtsskóli eru í formlegu samstarfi um ýmsa þætti og hluti af því er að nemendur fái að koma í heimsókn í skólann og fengu sérstaka kynningu námi íþróttafræðinnar ásamt því að skoða sig um. Að því loknu var boðið upp á heitan hádegismat og í boði var að fara á Ylströndina í Nauthólsvík.

3. árið okkar í heimsókn í HR.

Heil yfir gekk dagurinn ákaflega vel og gaman að geta endað sérkennilega önn á þennan hátt.

Við eigum von á að geta farið í stærri og umfangsmeiri ferðir með hópanna okkar næsta haust með áframhaldandi árangri í sóttvörnum og bólusetningum.

Til 1. og 2. árs – hlökkum til að sjá ykkur eftir sumarið!

Til 3. árs – við munum sakna ykkar! Sjáumst á útskrift ykkar, núna í vor, næsta haust eða síðar. Gangi ykkur vel!