13 nemendur af afreksíþróttasviði útskrifast

Það var gleðidagur hjá nemendum sem útskrifuðust við örlítið aðlagaða en fallega athöfn í Borgarholtsskóla þann 6. júní sl. Nemendur af bóknámi voru brautskráðir fyrir hádegi og aðrar deildir eftir hádegi í samræmi við reglur um samkomur.

Nemendur sem hafa lokið öllum áföngum afreksíþróttasviðs var veitt gjöf við tilefnið eins og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta er þó í síðasta skiptið sem þessi háttur verður hafður á.

Hér má sjá glæsilegan hóp nemenda sem útskrifaðist þennan fallega laugardag.

Efri röð frá vinstri, Benedikt, Bergún Ósk, Sigurður Teitur, Stefán Jóhann, Aðalsteinn Einir, Brynjólfur Óli, Hafsteinn Óli, Þorleifur Rafn, og í neðri röð frá vinstri eru Thelma, Ragna og Sveinn verkefnisstjóri. Á myndina vantar Styrmi, Ólínu, Evu Kareni og Aron Breka.

Óskum þessum nemendum og öðrum þeim sem útskrifuðust frá Borgarholtsskóla í vor innilega til hamingju með áfangann og góðs gengis í verkefnum framtíðarinnar

Sveinn verkefnisstjóri og kennarar við afreksíþróttasviðið