Þórður varð Íslandsmeistari í kata

Ein af jákvæðum fréttum vikunnar hér á afreksíþróttasviði er sú að Þórður Jökull Henrysson varð Íslandsmeistari í kata í flokki fullorðinna. Mótið fór fram um helgina var upphaflega sett á í mars fyrr á þessu ári en hafði verið frestað.

Í umfjöllun um mótið er haft eftir að “Má segja að kynslóðaskipti hafi átt sér stað því eldri keppendur máttu láta í lægra haldi fyrir þeim yngri.”

Hér má lesa meira um Íslandsmeistaramótið sem fram fór

Við óskum Þórði innilega til hamingju með árangurinn!

SÞ og kennarar AFR