Frábær rafting-ferð með nýnema á afreksíþróttasviði!

Nýnemar á afreksíþróttasviði fóru í flotta ferð á Drumboddsstaði við Hvítá og fóru þar í rafting. Hópurinn samanstóð af rúmlega 30 nemendum og kennurum úr íþróttagreinunum okkar fimm; íshokkí, golfi, körfubolta, fótbolta og handbolta.

Vilhelm Már  og Davíð kennarar við sviðið fóru með hópnum og gáfu honum hæstu einkunn fyrir framkomu sem við erum að sjálfsögðu afar stolt af. Þessir nemendur byrja því afar vel á sviðinu okkar!

með bestu kveðju

Sveinn  og þjálfarar

20140916_100515

mynd1

Dagur Ebenezersson í háskólagolfinu í USA

Dagur Ebenezersson

 Dagur Ebenezersson sem útskrifaðist frá  Borgarholtsskóla á síðasta ári leiku nú á sínu fyrsta  háskólamóti í golfi en Dagur spilar með Catawba  College í Norður Karólínu.

 Dagur var á Afreksíþróttasviði BHS í golfi og hóf  nám í Catawba College núna í haust á skólastyrk í  gegnum íþróttina sína. Við settum okkur í samband  við Dag þar sem hann lýsti fyrir okkur  hefðbundnum degi í skólanum.

 “Venjulegur dagur í skólanum byrjar á  líkamsrækt fyrir skóla, klukkan 6:30. Eftir það er skóli á milli 8 og 14. Þegar skólinn er búinn er farið upp á golfvöll þar sem spilaðar eru 18 holur. Að loknum hringnum er tekin æfing milli 18 og 19. Matur milli 19 og 20 og svo heimavinna milli 20 og 22. Langir en góðir dagar.”

Veðrið hjá Degi hefur verið einsleitt, sól og 30° flesta daga.

Óskum Degi góðs gengis í golfinu og skólanum.

Önnin komin á fullt flug!

Sæl öll,

Þá er fyrstu vikunni á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla lokið og má segja að starfið hafi farið vel af stað. Við tókum frammistöðumælingar á öllum okkar íþróttamönnum á fimmtudagsmorgun síðastliðinn. Þar var hreyfanleiki, stökkkraftur, tími á 30m sprett úr standandi stöðu meðal annars mældur.

Hér má sjá myndir frá deginum…

Með bestu kveðju

Þjálfarar

20140828_085139 20140828_083900 20140828_084208

Tilkynning bráðlega

Sæl öll,

Vegna mikillar aðsóknar í handbolta og fótbolta verðum við að fá að tilkynna á miðvikudag hvaða umsóknir verða samþykktar um afreksíþróttasviðið í þær greinar. Körfubolti og golf liggur nú þegar fyrir. Allir fá tilkynningu um sína stöðu í tölvupósti.

með bestu kveðju

Sveinn Þorgeirsson

Thea valin efnilegust á lokahófi HSÍ

Á lokahófi HSÍ síðasta laugardag var Thea Imani leikmaður Fylkis og nemandi við afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla kjörin efnilegust af leikmönnum. Þetta er frábær árangur hjá Theu sem hefur slegið í gegn á þessu tímabili og stimplað sig hressilega inn í deildina.

Hún stundar nám við Borgarholtsskóla ásamt því að æfa aukalega með afreksíþróttasviðinu. Við þjálfararnir á afrekssviðinu eru einstaklega stoltir af því að fá að vinna með henni og þeim frábæru einstaklingum sem eru á sviðinu.

V3-702019947

Gangi ykkur vel í sumar og æfið vel!

Til hamingju Thea og Fylkir!

Með kveðju

Sveinn og Óskar Bjarni

Mikilvægt að skila inn umsóknum á afreksíþróttasvið fyrir 5. júní!

Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla hefur verið starfrækt í  7 ár og er stöðugt að eflast og verða betra. Á skólagöngu sinni í Borgó hafa margir frábærir íþróttamenn þjálfað færni sína og eru í dag að spila í atvinnumennsku í körfubolta og knattspyrnu svo dæmi séu tekin. Þá eru nokkrir leikmenn sem spila með liðum í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Þá er ótalin golfsviðið okkar sem kom nú nýverið heim úr vel heppnaðri árlegri æfingaferð til Spánar.

9m

Þess má geta að til stendur að fara með knattspyrnuhópinn okkar til London næsta haust á leiki og til æfinga. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur körfuboltasviðsins í ferð þeirra til Spánar nú í maí. Þá er stefnt að því að fara út með handboltann næsta vor.

Hér er Kynningarvídeó af starfsemi afreksíþróttasviðs og hér er nánari útskýring á því sem fram fer á sviðinu. Útskýringar á uppsetningu afreksíþróttasviðs.

Hér er svo umsóknareyðublaðið. Umsóknareyðublað Afreksíþróttasvið haust 2014.

Vakin er athygli á því að þeir nemendur sem hafa áhuga á að stunda nám á afreksíþróttasviði BHS sækja um það á sérstöku eyðublaði, sem skila þarf á skrifstofu skólans við Mosaveg, Grafarvogi í síðasta lagi fimmtudaginn 5. júní.

Umsækjendum og forráðamönnum þeirra er bent að þeir  nemendur sem fá umsókn sína um inngöngu á afreksíþróttasvið samþykkta, fá staðfestingu þess efnis mánudaginn 9. júní. Þá liggur fyrir hvaða nemendur hafa fengið inngöngu í skólann og unnið hefur verið úr umsóknum.

Með bestu kveðju

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs

sveinn@bhs.is / 697 5098

 

Ummæli fyrrum nemenda: Ægir Steinarsson

Á afreksíþróttasviðinu hafa nokkrir frammúrskarandi íþróttamenn æft íþróttina sína samhliða góðu námi við bóknám skólans. Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Steinarsson er frábær fyrirmynd í alla staði. Hann æfði ótrúlega vel og er öðrum á afreksíþróttasviðinu mikil hvatning. Hann hafði þetta að segja um tímann sinn í Borgarholtsskóla á afreksíþróttasviðinu.

Akademían var góður kostur upp á það að geta æft meira heldur en aðrir samhliða skóla. Oft er erfitt að púsla saman körfu og skóla en með akademíunni var það svo auðvelt. Að geta drillað og skotið á morgnanna fyrir leikdag til að mynda var gríðarlega mikilvægt til þess að halda stöðuleika í frammistöðu minni sem leikmanni. Það er vel haldið utan um leikmenn í akademíunni og þess vegna mæli ég eindregið með því.

Við þökkum Ægi fyrir frábær meðmæli og óskum honum góðs gengis í landsliðinu sem og félagsliði sínu.

Með kveðju

Þjálfarar á afreksíþróttasviði

Thea Imani í U20 ára landsliði kvenna

Fylkisstúlkan efnilega Thea Imani, sem leikur með Fylki hefur vakið mikla athygli í vetur í efstu deild kvenna fyrir vasklega framgöngu. Hún hefur skorað 92 mörk í 20 leikjum í vetur án þess að vera vítaskytta liðs síns. Hún er örvhent og spilar hægri skyttu að jafnaði.

Þetta er frábær árangur að vera valin í landsliðshóp U20 því Thea er í raun gjaldgeng í U18 ára einnig.

Við óskum Theu góðs gengis með félaginu sínu og landsliði. Innilega til hamingju!

Hulda og Helgi bikarmeistarar

Nemendur handboltans stóðu sig vel á bikarhelgi HSÍ í Laugardalshöll í lok febrúar. Þar unnu Hulda

Dagsdóttir og liðsfélagar hennar í Fram sigur í 3.fl. kv. Hulda átti stórgóðan leik og skoraði 11 mörk og var valin leikmaður leiksins fyrir sína frammistöðu. Aldeilis frábært!

 

Síðar um kvöldið spiluðu Valur og Afturelding til úrslita í 2. flokki. Þar lék annar nemandi afreksíþróttasviðs, Helgi Karl Guðjónsson leikmaður Vals vel og skoraði 3 mörk. Það er skemmst frá því að segja að Valur vann í æsispennandi framlengdum leik og bikarmeistararnir okkar því tveir!

Óskum þeim báðum innilega til hamingju og velfarnaðar leik og námi

með kveðju

Þjálfarar afreksíþróttasviðs

 

Donni og Baldur í U18 ára landsliðið

Nú nýverið var valinn landsliðshópur drengja U18 ára. Í þeim hóp á afreksíþróttasvið tvo drengi þá Kristján Örn Kristjánsson og Baldur Inga Agnarsson. Baldur er markmaður og hefur verið í hóp í leikjum meistaraflokks HK í OLÍS deild karla ásamt því að leika með 3ja og 2. flokki. Þess má geta að Baldur er fæddur 1997 og því aðeins 17 ára á þessu ári.

Kristján, oftast kallaður Donni, spilar með meistaraflokki Fjölnis og 3ja flokki. Hægra meginn á vellinum enda örvhentur. Donni hefur leikið stórt hlutverk með meistaraflokki Fjölnis og verður fróðlegt að fylgjast með drengnum á næstu misserum.

Við óskum þessum efnilegu drengjum til hamingju með valið og góðs gengis!

með kveðju

Þjálfarar afreksíþróttasviðs