Jón valinn í handboltalandsliðið

Jón Pálsson nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla var á dögunum valinn í 20 manna æfingahóp í u20 ára landsliði Íslands í handbolta en liðið æfir saman 21. og 22. desember.

Jón er markvörður og leikur með meistaraflokki Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur stundað nám á afreksíþróttasviði í 2 ár og lagt virkilega hart að sér við æfingar. Hann er nú að uppskera árangur erfiðisins.

Sveinn Þorgeirsson þjálfari handboltans í Borgarholtsskóla segir Jón mikið efni sem leggi hart að sér við æfingar. Hann segir engan vafa leika á því að Jón muni leggja enn harðar að sér á næstunni enda mikill heiður að vera valinn í landsliðshópinn.

Við á afreksíþróttasviðinu erum gríðarlega stolt af Jóni og óskum honum góðs gengis á æfingunum.jon

 

Fjórar afreksstúlkur í æfingahóp landsliðsins

Guðný Ósk Friðriksdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir, Diljá Mjöll Aronsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir voru á dögunum valdar í æfingahóp hjá u19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Stelpurnar stunda allar nám í Borgarholtsskóla ásamt því að vera á afreksíþróttasviði skólans.

Guðný er markmaður sem hefur farið mikið fram í vetur undir stjórn Henriks Bödker markmannsþjálfara afreksíþróttasviðsins. María er miðjumaður og hefur nú þegar leikið sex leiki fyrir u17 ára landslið Íslands. Diljá er hörku varnarmaður sem einnig æfir handbolta og því gríðarlega fjölhæf. Hulda Hrund er framherji og marksækin mjög. Hún hefur nú þegar leikið 9 leiki fyrir Íslands hönd í u17 ára liðinu og skorað 1 mark.

Stelpurnar eru allar fæddar 1997 og sínu fyrsta ári bæði í Borgarholtsskóla og í u19 ára landsliðinu. Möguleikar þeirra til að komast í u19 ára liðið á næstu þremur árum teljast því nokkuð góðar.

Borgarholtsskóli er afar stoltur af stelpunum og við á afreksíþróttasviðinu óskum þeim til hamingju.

Golfararnir unnu afreksólympíuleikana

Nú er nýlokið síðustu æfingu afreksíþróttasviðsins fyrir jól. Við gerðum okkur glaðan dag og kepptum í ýmsum óvenjulegum greinum. Greinarnar sem keppt var í voru körfuboltadrippl, handboltahittni, knattspyrnuhittni, golfvipp, trivial persuit og reipitog.

Eftir frábæra æfingu og flókna útreikninga hjá Ólympíumasternum Sveini Þorgeirs kom í ljós að Golfararnir höfðu best að þessu sinni. Þeir kunna þetta:)DSC00101

Golfarar komnir í nýja búninga

Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla í golfi voru að fá í hús nýja búninga eins og sést á myndinni hér til hliðar. Drengirnir hafa verið önnum kafnir á þessari önn og æft af hörku undir stjórn Davíðs Gunnlaugssonar. Æfingarnar fara fram í Korpu, Básum, Egilshöll og golfvöllunum þar í kring. Einnig hafa strákarnir verið á styrktar- og hlaupaæfingum hjá Davíð.

Að gamni setti Davíð upp í stigamót annarinnar og þar er Dagur Ebenezarson efstur með 9.787,5 stig en Sigurður Erik veitir honum mesta keppnina og er kominn með 9.390 stig. Mikil keppni og mikill metnaður í gangi í golfinu enda strákarnir stöðugt að bæta sig.3442_10201716791953579_454095342_n

Innritun í dagsskóla og á afrekssvið fyrir vorönn

Innritun fyrir nám í dagskóla á vorönn 2014 fer fram rafrænt á menntagátt og stendur yfir dagana 1.-30.nóvember. Umsækjandi þarf að hafa Íslykil til að komast inn í umsóknina. Sótt er um hann á www.island.is og er hægt að velja um að fá hann sendan í heimabanka innan fárra mínútna eða á lögheimili, sem tekur 2-5 daga.

Upplýsingar um námsbrautir í Borgarholtsskóla

Upplýsingar um afreksíþróttasvið

Athygli er vakin á því að þeir nemendur sem hyggjast stunda nám á afreksíþróttasviði sækja rafrænt um bóknám á menntagatt.is en þurfa jafnframt að skila inn umsóknareyðublaði (pdf skjal til útprentunar).

Umsokn_13

Hulda og Donni í landsliðshópum í handboltanum

20131104_123127Hulda Dagsdóttir nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla var um helgina valin í æfingahóp U18 ára landsliðsins í handbolta. Liðið æfir saman undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar og Ingu Fríðu Tryggvadóttur. Hulda er einstaklega efnileg og leikur stöðu vinstri skyttu eða miðjumanns.

Kristján Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður var einnig valinn í æfingahóp landsliðs leikmanna yngri en 18 ára í handboltanum. Donni hefur í vetur verið að leika með meistaraflokki Fjölnis þrátt fyrir ungan aldur og staðið sig vel.

Við á afrekssviðinu erum afar stolt af Huldu og Donna og óskum þeim innilega til hamingju og jafnframt góðs gengis á landsliðsæfingunum.

Golfarar nýta góða veðrið

Í blíðviðrinu í dag var æfing hjá golfinu í Básum. Eftir að allir höfðu slegið 50 bolta var farið út á Grafarkotsvöll og teknir tveir hringir í blíðunni. Dagur Ebenezersson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 5. braut vallarins en mynd golf1af högginu má sjá hér að neðan. Dagur lék hringina tvo á þremur höggum undir pari sem var besti hringur dagsins. Sigurður Erik og Björn Andri náðu einnig að leika undir pari eða -2.

Við vonumst eftir fleiri svona góðviðrisdögum núna í haust. Næst á dagskrá hjá okkur í golfinu er 10 km hlaup á miðvikudag og eru drengirnir klárir í hlaupið.

– Davíð Gunnlaugsson skrifar golf2

Búningarnir að detta í hús

Nú eru æfingabúningar afreksíþróttasviðs að detta í hús frá Intersport. Sumir eru nú þegar búnir að fá sína búninga en enn á eftir að afgreiða helling. Vonumst til að klára þetta sem allra fyrst. Búningarnir sem eru af gerðinni hummel eru gríðarlega flottir og ljóst að afreksnemendur munu líta vel út þegar allir eru komnir í sinn búning.1276336_10151889067045549_1973042081_o

Nemendur á afreksíþróttasviði fá að auki 20% afslátt af öllum vörum í Intersport. Þeir eru með nafnalista. Muna bara að mæta með skilríki.