Afrekskonur á leið til Rúmeníu

Afreksstelpurnar Hulda Hrund Arnarsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir eru á leið til Rúmeníu á morgun með u17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hulda er sókndjarfur kantmaður sem er dugleg að skora mörk og María er varnarmiðjumaður sem heldur svæði vel og vinnur marga bolta fyrir lið sitt.  Ísland keppir við Rúmeníu, Írland og Spán í þessum milliriðli Evrópumótsins. Það lið sem vinnur riðilinn fer áfram í úrslitakeppni EM sem fram fer í desember.

Diljá Mjöll Aronsdóttir og Nína Kolbrún Gylfadóttir voru einnig valdar í æfingahóp en fóru ekki í lokahóp að þessu sinni. Engu að síður frábær árangur hjá þeim.

Forvarnaræfingar, golf og fótbolti í Egilshöll

Afreksæfingar eru nú komnar á fullt skrið og mikið er að gerast hjá íþróttafólkinu á afreksíþróttasviðinu. Hér að neðan má sjá smá sýnishorn:

Jafnvægisæfingar, hnébeygja:

http://www.youtube.com/watch?v=1vHG7ilVwMo&feature=em-upload_owner

Jafnvægisæfingar á ökkla:

http://www.youtube.com/watch?v=nU13rYsRXQI

Rúllan, undir handlegg:

http://www.youtube.com/watch?v=sHx2l0P0g6k

Rúllan, innanvert læri og bak:

http://www.youtube.com/watch?v=nU13rYsRXQI

Reitarbolti í fótbolta, tveir boltar, fljótir að hugsa:

http://www.youtube.com/watch?v=rS9EPQiDgO0

Markmannsæfing, Henrik þjálfari kennir Helga snilling:

http://www.youtube.com/watch?v=CNtcjmMr4EE

1:1 fótbolti

http://www.youtube.com/watch?v=prbiJrLhP_o

Golf í Egilz:

http://www.youtube.com/watch?v=xkK_36vihNc

Golfchipp 2:

http://www.youtube.com/watch?v=KA4zadiHOBI

Golfchipp 3:

http://www.youtube.com/watch?v=l3nDvYYZ3rs

Golfchipp 1:

http://www.youtube.com/watch?v=9A-o9itbRcw

 

 

 

Frábær rafting-ferð í Hvítá

Það var hress og kraftmikill hópur nýnema af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla sem fór í rafting í Hvítá í hádeginu á föstudaginn var. Hópurinn samanstóð af ríflega 30 afreksnemendum í golfi, körfubolta, h2013-09-13 11.10.13andbolta og fótbolta ásamt kennurum. Sú hefð hefur myndast að fara með nýnema af afreksíþróttasviði í sérstaka hópeflisferð og er þetta í annað sinn sem farið er með hóp á Drumbodd 2013-09-13 11.10.17sstaði. Sólin skein á okkur lengst af og því allar aðstæður prýðilegar.

Það er skemmst frá því að segja að allt fór vel fram, enda fyrirmyndarhópur þarna á ferðinni sem gerir hlutina af krafti og vel! Nemendur voru skólanum og sjálfum sér til mikils sóma og skemmtu sér vel. Meðfylgjandi myndir segja allt um skemmtilega stemmningu í ferðinni.

Til að loka frábærri ferð var boðið upp á grillað lambakjöt í skálanum.

Nýnemaferð á föstudag

Á föstudag munu nýnemar afreksíþróttasviðs fara í svokallaða samhristingsferð saman. Markmiðið er að hópurinn kynnist og geri eitthvað skemmtilegt saman. Brottför er frá skólanum kl. 8:15 og er áætluð heimkoma kl. 15:00.

Farið verður með rútu að Drumboddsstöðum þar sem nemendur munu klæða sig í flotgalla og fara svo í flúðasiglingu niður Hvítá. Að siglingu lokinni verður boðið upp á ljúffengan grillmat.

Nauðsynlegt er að klæðast hlýjum fötum sem hægt er að vera í innanundir flotgallanum. Einnig er nauðsynlegt að hafa aukaföt því nemendur munu blotna rækilega í flúðasiglingunni. Gufubað og búningsherbergi eru í boði fyrir nemendur eftir ferðina.

Afreksæfingar byrjaðar

Æfingar eru byrjaðar á fullu í knattspyrnu, golfi, handbolta og körfubolta á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla. Við fögnum nýnemunum sem eru 42 að þessu sinni. Hópurinn lítur vel út og passar vel inní prógrammið.

Framundan eru mælingar hjá nýnemum, hlaupagreining og líkamsbeiting. Í framhaldi af því fara nýnemar í forvarnaræfingar hjá Ásmundi Arnarsyni sjúkraþjálfara.

 

Íþróttahátíð afreks tókst vel

Við enduðum veturinn á íþróttahátíð þar sem keppt var í handbolta, fótbolta, körfu og golfi að sjálfsögðu. Mikil keppni hljóp í mannskapinn og stemningin góð í liðunum.

Í lokin var það svo karfan sem hampaði sigrinum:

1 sæti – Karfan (2-2-2-1) = 27 stig

2 sæti – Handbolti (4-1-1-2) = 24 stig

3 sæti – Fótbolti (1-3-3-3) = 18 stig

4 sæti – Golf (3-4-4-4) = 3 stig

Fengum okkur svo pizzu og kók enda má það einu sinni á ári, ekki oftar.

Nokkuð ljóst er að keppnin að ári verður jafnhörð ef ekki harðari enda skemmtilegur lokapunktur á skólaárinu.

Handboltinn til Frakklands

Snemma í janúar var ákveðið að fara með hóp nemenda við afreksbraut handboltans í Borgarholtsskóla í ferð til Nantes í Frakklandi. Strax eftir vorprófin, þann 14. maí, verður haldið af stað í þessa tæplega viku löngu ferð.

Nemendurnir munu æfa mikið fyrri hluta ferðarinnar og gista á heimavist í samstarfi við félagið HBC Nantes. Helgina 18.-19. maí fer fram úrslitahelgin í EHF Cup og mun hópurinn fara á báða undanúrslitaleikina sem og úrslitaleikinn á sunnudeginum. Í þeirri keppni taka stór lið þátt á borð við Rhein-Neckar Löwen, Kolding, Team Tvis Holstebro, Magdeburg, Göppingen, Wisla Plock og heimaliðið Nantes.

Þetta er gríðarlega spennandi tækifæri fyrir nemendur brautarinnar því þarna fær hópurinn að komast í mikla nálægð við atvinnumannaliðið HBC Nantes sem Fjölnismaðurinn Gunnar Steinn Jónsson leikur með. Með liðinu leika þrír Spánverjar sem í janúar urðu heimsmeistarar á heimavelli. Þess má geta að Gunnar Steinn hefur hjálpað hópnum mikið við skipulagningu ferðarinnar og gert hana mögulega.

Það er stefnan að fara reglulega út með hópinn og er þessi ferð svo sannarlega góð byrjun. Brautin hefur aðeins verið starfandi í tæp tvö ár og hefur gengið prýðilega. Leikmenn koma frá fjórum liðum og eru kynjahlutföllin alveg jöfn 7 og 7.

Nú í vor verður tekið við umsóknum fyrir næsta haust. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu afreksíþróttasviðs.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Þorgeirsson handboltakennari á afreksbraut, sveinn@bhs.is, s. 697 5098